Í vikunni bárust þær fréttir að Hæstiréttur Bandaríkjanna íhugaði nú að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs í landinu, þegar vinnuskjal frá einum hæstaréttadómara lak til fjölmiðla. Fóstureyðingar hafa lengi verið átakamál í bandarísku samfélagi og í Lestinni í dag ætlum við að rekja eina mögulega upprunasögu þeirra átaka, kannski var það 19 ára strákur og heimildarmynd um listheimspeki sem eru ástæðan fyrir þessum átökum
Við kíkjum niður í Hólavallagarð í Vesturbæ reykjavíkur og hittum þar Þránd Þórarinsson listmálara sem hefur undanfarna mánuði málað myndir af kirkjugarðinum og fólkinu sem þar hvílir.
HönnunarMars er genginn í garð og sýningarrými að opna um allan bæ, en það eru líka ennþá einhverjir á lokametrunum í undirbúningi á sýningunum sínum. Helga Björnsson, fatahönnuður og listakona er ein af þeim. Og hún er að búa til pappakjóla og pappaskartgripi.