Bandarísk áhrif hafa verið alltumlykjandi í menningunni að minnsta kosti frá miðri síðustu öld, meðfram því sem Bandaríska heimsveldið varð það valdamesta á stórnmálasviðinu.Í hnattvæddum heimi hafa áhrif auðvitað runnið fram og aftur milli landa og menningarheima, engu að síður hefur verið erfitt fyrir menningarefni á öðrum tungumálum en ensku að ná útbreiðslu og vinsældum. Þetta gæti þó verið að breytast, að minnsta kosti gætu nokkur dæmi frá þessu ári gefið það til kynna. Þetta er í fyrsta skipti sem besta myndin á óskarsverðlaununum er á öðru máli en ensku, spænskumælandi og kóreiskumælandi popptónlist ratar inn á topp vinsældalista víða um heim og svo eru það auðvitað aukin áhrif Kína. Við ræðum þverrandi menningarvald Bandaríkjanna í þætti dagsins við Guðbjörgu Ríkey Thoroddsen, alþjóðastjórnmálafræðing, Val Gunnarsson, sagnfræðing og rithöfund, Huldu Hólmkelsdóttur, stjórnmálafræðing og K-pop sérfræðing og Sigtrygg Baldursson, tónlistarmann og framkvæmdastjóra Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.