Við hefjum þáttinn á að rýna í BAFTA verðlaunin sem veitt voru um helgina. Ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar, All Quiet on the Western Front átti litlu fylgi að fagna á heimaslóðunum í Þýskalandi en sópaði að sér verðlaunum í London.
Guðrún Svavarsdóttir, doktorsnemi við Hagfræðideild Háskóla Íslands flytur okkur nú fyrsta pistil af tveimur um hvernig hagfræðin sér hamingjuna.
Stone Maidens eftir Lloyd Devereux Richards trónir nú á toppi metstölulista Amazon. Þetta er 11 ára gömul bók sem rauk upp í sölu eftir að dóttir Richards, setti myndband um skrif pabba síns á TikTok. Stella Soffía Jóhannesdóttir verkefnastjóri útgáfu hjá Storytel og framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem kíkir við hjá okkur og ræðir þetta athyglisverða svæði þar sem samfélagsmiðlar mæta bókmenntum.