Leikhúsin segja fjölbreyttar sögur þetta leikárið þó kófið skyggi á en leikaravalið þykir mörgum til tölulega einsleitt. Við höldum áfram umræðu um litróf leikhúsanna út frá pistli Aldísar Ömuh Hamilton leikkonu en í þetta sinn er það Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri sem mætir í hljóðstofu. Marie Kondo kenndi okkur að sleppa takinu á eigum okkar, The Home Edit kennir okkur að koma þeim fyrir svo það sé pláss fyrir meira. Raunveruleikaþættirnir Get Organized sem sýndir eru á Netflix eru nýjasta æðið í heimi tiltektar og þrifa en sumum þykir nóg um. Sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar Katrín Guðmundsdóttir kynnir sér alsæluna sem fylgir vel skipulögðu heimili. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýja plötu bandaríska tónlistarmannsins Sufjan Stevens, The Ascension eða Uppstigningin. Og við spjöllum við Gísla Darra Halldórsson um nýja tölvuteiknaða stuttmynd hans Já-fólkið sem hlaut áhorfendaverðlaun barna á norrænu stutt og heimidlamyndahátíðinni Nordisk Panorama á dögunum. Hópur stórleikara ljáir persónum myndarinnar raddir sínar, Jón Gnarr, Helga Braga, Siggi Sigurjóns, Ilmur Kristjánsdóttir, en eina orðið sem heyrist í myndinni er já.