Sigga Beinteins segir frá einum stærsta áhrifavaldi í sínu lífi, bandarísku söngkonunni Tinu Turner, sem lést nú á dögunum 83 ára að aldri.
Ynja Blær, myndlistakona, bíður okkur í Sílóam-húsið á Grundarstíg. Þar hefur hún búið síðastliðið ár og þar lærði hún að biðja. Og stofan hennar í þessu gamla trúboðshúsi varð efniviður að útskriftarverki hennar úr LHÍ, sem var blýantsteikning, í minni kantinum.
Tómas Ævar Ólafsson, flutti pistil í Lestinni árið 2018, um dauða illmenna í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sem við rifjum upp í dag. Alls ótengt fréttum af andláti Tinu Turner.