Á morgun, miðvikudaginn 18. Maí munu liðin Valur og Tindastóll keppa til úrslita í körfubolta karla. MIkil spenna hefur skapast fyrir leiknum. Fólk sem áður fylgdist ekki með körfu hefur valið sér lið til að halda með og uppselt er á leikinn. Nýlega fékk Tindastóll nýtt stuðningsmannalag, við ræðum við einn höfund lagsins, Helga Sæmund Guðmundsson, um listina á bak við það að blása fólki byr í brjóst
Við lítum suður á bóginn og heyrum hvað er að frétta í dægurmenningunni í Venesúela. Þessi 30 milljón manna þjóð nyrst í suður-Ameríku hefur ratað sorglega oft í fréttirnar undanfarin ár vegna pólitískrar spillingar, ólýðræðislegra stjórnarhátta og mótmæla. Helen Cova, rithöfundur sem er búsett hér á landi, ætlar hins vegar að segja okkur hvað venesúelabúar eru að hlusta á, lesa og horfa á.
Smáserían Moon Knight er nýjasta afurðin sem kemur af ofurhetjufæribandinu frá Marvel. Salvör Bergmann rýnir í þættina.