Við höldum áfram örseríu okkar hér í Lestinni um innflytjendastefnu Íslands í aðdraganda seinna stríðs. Við höfum heyrt um flóttafólkið sem vildi koma en fékk ekki og um fólkið sem vildi hjálpa en fékk ekki en í dag heyrum við sögu fjölskyldu sem bjargaðist.
Íslendingar eru mikil hjarðdýr þegar kemur að jólagjöfum: Fótanuddtæki og sú-ví suðupottar eru meðal þeirra tækja sem hafa ratað í ótal íslenska jólapakka en sjaldnar verið notuð eftir jól. Gárungar segja Air Fryer-loftsteikingarpotta vera hjarðgjöfina í ár. En einhversstaðar hljóta þessir hlutir að enda. Birna Stefánsdóttir fer í Góða hirðinn og forvitnast.
Við heyrum líka hvaða plötur hljóta Kraumsverðlaunin í ár, en verðlaunin verða afhent nú eftir örskamma stund í Mengi við Óðinsgötu.
Við heyrum svo tvær jólasögur frá meistaranemum í ritlist við háskóla íslands.