Við kynnum okkur hugtakið plöntublinda, en það er notað yfir hvernig við nútímafólkið tökum æ verr eftir plöntunum í umhverfi okkar og eigum erfiðara með að þekkja ólíkar tegundir gróðurs í sundur. Bryndís Snæbjörnsdóttir, myndlistarkona, kemur við sögu og Sverrir Norland, rithöfundur, útskýrir hvernig plöntur eða hverfa úr orðabókum.
Rappdúettinn Run the Jewels gaf út sína fjórðu breiðskífu í gær en annar helmingur hans, Atlanta-rapparinn Killer Mike, vakti mikla athygli í vikunni fyrir innblásna ræðu þar sem hann útlistaði reiði sína vegna dráps lögreglunnar á George Floyd. Útgáfu RTJ4 var í raun flýtt um tvo daga vegna ástandsins í Bandaríkjunum. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í gripinn.
En við ætlum að byrja á sláandi fyrirsögn sem birtist í gær en sagði ekki alla söguna.