Faðir ambient tónlistar Brian Eno sendi frá sér nýja plötu á dögunum, foreverandevernomore. Hann syngur djúpraddaður, fullur trega og framkallar gervifuglahljóð með hljóðgervlum á þessari nýju plötu sem fjallar um loftslagsvánna.
Patrkur Björgvinsson fjallar um myrka tíma í matarsögu íslensku þjóðarinnar, þegar Púrrulaukssúpan frá norska fyrirtækinu Toro var tekin úr framleiðslu árið 2015. Sem betur fer varði þetta tímabil aðeins hálft ár, en mótmæli neytenda leiddu til þess að súpan sneri aftur í verslanir.
Orðið ?maður? er algengasta nafnorðið í íslensku máli, orð sem hefur bæði almenna merkingu sem nær yfir allt mannfólk, en einnig þrengri merkingu og nær þá aðeins yfir karlmenn. Þessi tvöfalda merking hefur orðið til þess að orðið hefur verið gagnrýnt undanfarin ár af konum og kynsegin fólki, sem upplifir ekki að það nái yfir sig. Í viðleitni til að þróa tungumálið frá því að taka karlkyn og karlmenn sem normið hafa sum reynt að finna ný orð sem geta komið í stað orðsins maður: fólk, man, manneskja og menni. Um þetta fjallar Eiríkur Rögnvaldsson í fyrirlestri á vegum RIKK - Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í Þjóðminjasafninu í hádeginu á morgun, fyrirlestur sem nefnist Maður, man, manneskja, menni.