Litrík, loðin, lífleg, ósamhverf. Einhvernveginn þannig mætti lýsa listaverkum Tótu Van Helzing, einstökum prjónuðum peysum. Tóta lést í desember 2021 úr krabbameini rétt rúmlega þrítug, en verk hennar eru nú til sýnis í sýningarýminu Slökkvistöðunni í Gufunesi. Við ræðum við Valgerði Önnu Einarsdóttur, Völu, sýningarstjóra House of van Helzing og systur Tótu.
Pálmi Freyr Hauksson flytur okkur sinn fyrsta pistil í Lestinni. Hann verður með okkur núna í vor og mun fjalla um sjónvarp frá ýmsum hliðum. Að þessu sinni fjallar hann um makleg málagjöld, martraðakennd örlög og ofurríka fólkið sem birtist okkur svo víða í sjónvarpi og bíómyndum um þessar mundir.
Undanfarnar vikur höfum við fengið rithöfunduinn og heimspekinginn Hauk Má Helgason til að pæla upphátt í tækniþróun og gervigreind hér í útvarpinu. Í dag eru Hauki sársauki og sálar véla hugleiknar. Og hann segir frá Blake Lemoine, gaurnum sem Google rak fyrir að tala um sál -