Kaup suðurafríska auðkýfingsins Elon Musk gekk í gegn á dögunum. Hann hefur nú þegar sagt upp um helmingi starfsfólks og boðar miklar breytingar á samfélagsmiðlunum. Við kíkjum á forritið.
Við ræðum við Ásdísi Thoroddsen kvikmyndagerðarkonu um heimildarmyndina hennar Tímar tröllanna sem er sýnd í Bíó Paradís um þessar mundir.
Gunnar Jónsson fjallar um fjögur mögnuð augnablik í tónlistarsögunni, fjögur augnablik þegar fegurðin hefur virkað sem andóf.
Og við minnumst Mimi Parker úr hljómsveitinni Low.