Í morgun bárust fréttir af því að Bíó Paradís hefði sagt upp öllu starfsfólki og framtíð kvikmyndahússins væri óljós. Óvissan virðist að einhverju leyti snúast um framtíð húsnæðisins. Fréttirnar hafa vakið upp sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum enda hefur kvikmyndahúsið mikla sérstöðu á íslenskum bíómarkaði. Við ræðum við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra um framtíð Bíó Paradísar
Slúðurvefsíðan TMZ hefur mætt mikilli reiði síðustu daga vegna fréttaflutnings síns á andláti Kobe Bryant. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem síðan kemst í kast við almenningsálitið en alltaf heldur hún þó velli.
Í síðustu viku kom út nýtt lag með rökkurdiskósveitinni Chromatics. Þau gáfu út sína fyrstu breiðskífu í sjö ár í október síðastliðnum en það var þó ekki platan sem fólk var að bíða eftir. Davíð Roach segir okkur upp og ofan af Chromatics í Lestarferð dagsins.