Fyrir nokkrum vikum síðan bauðst 14 ára tvíburasystkinunum Idu og Elís að stroka út allt skróp sem þau hafa safnað í kladdann síðustu mánuði. Þau höfnuðu því með látum. Skrópið, er eitt fárra verkfæra sem unglingar hafa til að beita yfirvöld þrýstingi í loftslagsmálum. Innblásin af Gretu Thunberg hafa systkinin mætt mánuðum saman niður á Austurvöll til að mótmæla. Stundum tekst þeim að draga vini sína með sér, stundum ekki. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið enn lítilfjörlegri en í síðustu viku dró til tíðinda, þegar mótmælendur fengu fund með forsætisráðherra. Lestin fylgdist með degi í lífi ungra loftslagsmótmælenda, síðasta föstudag.
Davíð Roach Gunnarsson flytur tónlistarpistil að venju á fimmtudegi. Í dag sökkvir hann sér ofan í heim hornfirsku hljómsveitarinnar Kef Lavík og rýnir í nýja plötu þeirra, Blautt heitt langt vont sumar.
Við heyrum síðasta hlutann í pistla röð Ásgeirs Ingólfssonar þar sem hann skoðar mannkynssögu síðustu 250 ára út frá því hvernig hún birtist í nokkrum vel völdum myndasögum frá ýmsum heimshornum. Í þessum fjórða pistla Ásgeirs rýnir hann í myndasögurnar Palestine eftir Joe Sacco og Persepolis eftir Marjane Satrapi sem báðar fjalla um bakgrunn átakanna á í Mið-Austurlöndum.
Síðast en ekki síst lítum við á umdeilt tíst og spyrjum: hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur?