Við heimsækjum tvo menntaskóla og heyrum hvað unglingum landsins finnst um stríðið í Úkraínu, hvernig stríðið birtist á samfélagsmiðlum og hvaða skilaboð þau hafa til Pútíns Rússlandsforseta
Feðgarnir Sjón og Flóki Sigurjónsson heimsækja Lestina og segja frá samstarfi sínu en þeir hafa nýlega notað gervigreindartækni til að vinna myndbandsverk út frá ljóðum. Þeir segja mikilvægt að hætta að hugsa um upplifun mannsins sem einstaka og æðri en skynjun véla og tauganeta.
Salvör Bergmann rýnir í sjónvarpsþættina Pam and Tommy sem nú er verið að sýna á Disney Plús, þættir sem fjalla um frægasta ástarsamband tíunda áratugarins og eflaust frægasta kynlífsmyndband sögunnar.