Netflix þáttaröðin Unorthodox segir sögu ungrar konu sem flýr hjónaband sitt og samfélag rétttrúaðra gyðinga og kynnist nýjum lifnaðarháttum í Berlín. Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í þættina.
Tónlistarframleiðandinn Hal Willner, einn af mönnunum á bak við tjöld sjónvarpsþáttanna vinsælu Saturday Night Live er allur. Þórður Ingi Jónsson minnist Willners og framlags hans til bandarísks sjónvarps og tónlistarheims.
Við kynnum okkur nýjasta tekjumódel listamanna, föst laun hópfjármögnuð af listunnendum í gegnum síður á borð við Patreon og Karolinafund
Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur sinn vikulega pistil. Í þetta sinn ræðir hann um grasið græna á Laugardalsvellinum.