Lestin í dag verður tileinkuð hinum ofurríku, eina prósentinu, sem ferðast um á einkaþotum og snekkjum, borða á flottustu Michelin-veitingastöðunum, drekka fínustu vínin, eru rannsökuð af efnahagsbrotadeildum lögreglunnar? en komast alltaf undan. Við ætlum að skoða þrjá vinsæla og verðlaunaða sjónvarpsþætti sem eiga það allir sameiginlegt að fjalla um ævintýralega ríkt fólk, þættina White Lotus, um morð á lúxus-hóteli, Succession sem fjalla um fjölskyldu sem stýrir fjölmiðlaveldinu Waystar Royco og norsku þættina Exit, sem eru byggðir á frásögnum norskra manna úr fjármálalífinu.