Lestin leggur úr hlaði haustið 2020 og í dag eru lestarstjórarnir að hugsa um upphafið. Hvernig skal byrja.
Við skoðum upphafsstef hinna ýmsu þátta Rásar 1, þýðingu þeirra og eðli og veltum fyrir okkur hvort Lestin eigi mögulega að finna sér nýtt forspil.
Við fylgjum eftir nýnema, á nýnemakynningu við Verzlunarskóla Íslands og kynnumst því hvernig er að byrja í menntaskóla á tímum þar sem allt félagslíf er óvissu háð.
Guðrún Elsa Bragadóttir lítur við. Hún var beðin um að skrifa kafla um stöðu kvenna innan íslenska kvikmyndageirans en til þess að svo mætti verða þurfti hún að leggjast í frumrannsóknir.