Við kynnum okkur ævintýralegt lífshlaup vestur-íslenska skopmyndateiknarans Karls Gústafs Stefánsson, eða Cartoon Charlie. Hann er sagður hafa skapað nokkrar af þekktustu teiknimyndapersónum 20. aldarinnar, meðal annars Kalla kanínu og Mjallhvíti eins og hún birtist í kvikmynd Disney. Ævi Karls er innblásturinn að nýrri kvikmynd sem nú er í vinnslu. Við ræðum við Björn Þorfinnsson, blaðamann, um Teiknimynda-Kalla.
Við hringjum í Helga Tómasson, stjórnanda San Francisco balletsins sem hafði nýlokið við að frumsýna Draum á Jónsmessunótt þegar samkomubann skall á í borginni. Frumsýningin varð því jafnframt sú síðasta. Dansarar Helga eru fastir heima en hafa þó fundið ýmsar leiðir til að halda áfram að deila dansinum með umheiminum.
Við fall Sovétríkjanna voru vestrænir blaðamenn sendir til fyrrum sovétríkjanna til kenna kollegum sínum að umgangast sannleikann. Halldór Armand Ásgeirsson telur að skynsamlegra hefði verið að snúa dæminu við.
Teknótónlistarmaðurinn Bjarki varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn til að spila í einum virtasta danstónlistarþætti heims, Essential Mix á BBC1. Við kynnum okkur grundvallarmix Bjarka.