Í dag er alþjóðlegur dagur útvarpsins og af því tilefni leiðum við hugann að frægum útvarpsmanni, útvarpsmanni sem fæstir kannski vita að hafi unnið í útvarpinu, gefa því allavega ekki mikinn gaum. Sá sem um ræðir er þýski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Walter Benjamin.
Við hugum líka að óperunni, aldrei þessu vant. Þó ekki óperum í stórum sal með flúruðum svölum og demantsskreyttum ljósakrónum heldur í dimmum kjallara Þjóðleikhússins. Don Pasquale, gamanópera eftir ítalska tónskáldið Gaetano Donizetti er sýnd af sviðslistarhópnum Óði í Þjóðleikhúskjallaranum um þessar mundir.
Þau Sólveig Sigurðardóttir, Áslákur Ingvarsson og Þórhallur Auður Helgason úr hópnum komu til okkar og ræddu verkið og pönk og óformlegheit óperunnar.
Patrekur Björgvinsson var með pistla hér í Lestinni á síðasta ári þar sem hann velti fyrir sér fyrirbærum í alþýðumenningu Íslendinga. Í ljósi þess að það er mánudagur og veðrið er eins og ætlum við að rifja upp pistil Patreks um listina að kvarta.