Lestin

Vandræði J.K. Rowling og Roalds Dahl


Listen Later

Við veltum fyrir okkur rithöfundunum J.K. Rowling og Roald Dahl í Lestinni í dag því allhressilega hefur gustað um þessa frægu barnabókahöfunda undanfarna daga.
Endurútgáfur á nokkrum af ástsælustu verkum Dahls hafa vakið verulegt umtal undanfarið. Svo mikið að höfundar á borð við Salman Rushdie hafa fordæmt útgáfurnar og forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak hefur einnig komið á framfæri gagnrýni. Í nýju útgáfunum hefur stórum textabrotum verið breytt og móðgandi orðalag fjarlægt eða mýkt all verulega. Barnabókaútgefandinn Puffin, undirforlag Penguin útgáfurisans stendur að þessum nýju útgáfum og er tilgangurinn sagður vera að gera sögurnar aðgengilegri nútímalesendum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Roald Dahl hefur verið milli tannanna á fólki á gagnrýninn hátt - í seinni tíð hefur borið á umræðu um flókinn og oft vafasamann bakgrunn höfundarins.
Ímynd J.K. Rowling, höfundar bókanna um galdrastrákinn hefur tekið miklum breytingum síðastliðin þrjú ár. Fram til ársins 2020 var hennar saga hetjusaga, eiginlega upprisa. Árið 1990 var hún ritari hjá Amnesty International þegar hún fékk hugmyndina að Harry Potter um borð í seinkaðri lest frá Manchester til London. Næstu sjö árin sat hún ekki eingöngu við skrif, hún missti móður sína, fæddi sitt fyrsta barn, skildi við eiginmannin sinn og bjó í frekar mikilli fátækt þar til fyrsta bókin kom ít 1997, og sló svona líka heldur betur í gegn. Síðan þá hefur Rowling gefið út fjöldann allan af bókum sem gerast bæði innan og utan Harry Potter heimsins, en sá heimur hefur einnig blásið út, ratað á hvíta tjaldið, orðið að skemmtigarði, viðskiptaveldi og nú síðast tölvuleik. En svo fór JK Rowling að tísta transfóbískum hugmyndum sínum og skoðunum á Twitter, og kveikti með því bál sem hún hefur ekkert reynt að slökkva í. Sumir segja jafnvel að henni skuli slaufað.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

LestinBy RÚV

  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8

4.8

5 ratings


More shows like Lestin

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

218 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

91 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

32 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

12 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

34 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners