Nú þegar heimsmeistaramótið í handknattleik stendur yfir er viðeigandi að líta um öxl og minnast þess þegar sama mót var haldið á Íslandi fyrir aldarfjórðung. Næstu daga flytjur Lestin örseríuna Þegar Ísland hélt stórmót og í fyrsta þætti ætlum við að skoða aðdragandan að HM '95, þar sem gekk á ýmsu og jafnvel kom til greina að hætta við mótið.
Ein áhrifamesta plata allra tíma er ein fyrsta raftónlistarplata sögunnar, Silver Apples of the Moon frá árinu 1967 eftir bandaríska tónskáldið Morton Subotnick. Subotnick braut blað í tónlistarsögunni með því að búa til algjörlega nýtt listform en platan var eins konar auglýsing fyrir Buchla hljóðgervilinn, sem átti eftir að móta hvernig raftónlist hljómaði næstu áratugina. Þórður Ingi Jónsson skoðar magnað líf og brautryðjandi feril tónlistarmannsins Morton Subotnick í dag.
Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í heimildarmyndina Ég er einfaldur maður, ég heiti Gleb.
Og Tómas Ævar Ólafsson flytur okkur annan pistil sinn af þremur um veggjakrot.