Fyrr í vikunni sendi hópur kvenna opið bréf til útvarps- og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins undir yfirskriftinni Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV. Þar var gagnrýnt að kvikmyndin Elle eftir hollenska leikstjórann Paul Verhoueven hafi verið sýnd í sjónvarpinu á sunnudagskvöld. Myndin er umdeild, hefur hlotið mikið lof en einnig gagnrýni, ýmist verið sögð feminísk ádeila á feðraveldið eða nauðgunarfantasía.
Lestin í dag verður tekin undir pallborðsumræður um hlutverk og rými listarinnar, um ofbeldi og ritskoðun. Gestir eru Sjón, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún Elsa Bragadóttir, Skarphéðinn Guðmundsson og Marta Sigríður Pétursdóttir.