Við Lækjartorg stendur reisulegt hvítkalkað hús með gráu þaki, ein elsta og mest einkennandi bygging Reykjavíkurborgar. Þar fyrir utan stendur leiðsögumaður með hóp túrista og útskýrir, þetta er stjórnarráðshúsið, aðsetur æðsta ráðamanns íslensku þjóðarinnar, þarna á ríkisvaldið heima. En saga hússins er undarlegri og blóðugri en túristahópurinn fær að heyra, en það var upphaflega byggt sem fangelsi, fyrsta fangelsi á íslandi. Þessi saga er rakin í n+yrri skáldsögu eftir Hauk Má Helgason, Tugthúsið.
Guðrún Elsa Bragadóttir kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar fjallar um tvær ólíkar kvikmyndir, Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur og hinsegin rómantísku gamanmyndina Bros.
Svanhvít Júlíusdóttir er ein þeirra listamanna sem munu sýna verk á sviðslistahátíð RDF og Lókal sem hefst á miðvikudag og er fram á sunnudag. Í verkinu sínu Practicing Love gerir hún tilraun til þess að skapa heim byggðan á kærleik og gagnkvæmni í sambandi manns og kjúklings.