Reykjavíkurskákmótið hófst í Hörpu í dag klukkan þrjú. Við veltum fyrir okkur vinsældum skáks og ræðum við ungan stórmeistara í skák. Vignir Vatnar Stefánsson er 16. stórmeistari Íslands í skák, og er þar með kominn á launaskrá hjá ríkinu, nýorðinn tvítugur.
Eþíópíska nunnan Emahoy Tsegué-Maryam Guèbrou var orðin 99 ára gömul þegar hún lést á dögunum. Hún var menntuð í klassískri tónlist en snerist svo til trúar seinna á ævinni. Við kynnum okkur líf þessarar áhugaverðu konu.
Haukur Már Helgason er nýr pistlahöfundur í Lestinni. Hann mun koma til með að fjalla um tækniþróun, ekki endilega tækniframfarir. Fyrsti pistill Hauks fjallar um sérstæðuna og lögmál Moore's.