Haukur Már Helgason flytur sinn þriðja pistil um upplýsingaóreiðu, að þessu sinni fær hann aðstoð frá gervigreindarspjallmenni.
Við kíkjum niður í Norræna húsið þar sem stendur yfir sýningin Open house, sem er hluti af grísk-íslensku listahátíðinni Head-2-Head. Í norræna húsinu eru sýnd verk tveggja grískra listamanna og þriggja íslenskra. Meðal annars má þar finna athyglisverðar möppur sem Eiríkur Páll Sveinsson, læknir á akureyri, gerði. Hann skráði niður öll smáatriði lífs síns, skráði inn í tölvu, prentaði og bjó fallega um möppurnar með sérhönnuðum forsíðum. Við ræðum við Evu Árnadóttur, barnabarn Eiríks, og tvo af aðstandendum Open: Hildigunni Birgisdóttur og Örn Alexander Ámundason.
En við byrjum á því að reyna að skilja vinstri og hægri, og miðju. Við kíkjum niður í Háskóla Íslands og ræðum bæði við kennara og nemendur um þessa flokkun stjórnmálaflokka til vinstri eða hægri.