Á laugardagskvöldið var afrísk menning allsráðandi við Grundarstíg í Reykjavík. Björk Guðmundsdótti þeytti skífum með taktföstum afrískum tónum og gambíski kokkurinn Alex Jallow galdraði fram dýrindis kvöldverð. Allt átti þetta sér stað í skugga þeirrar vitneskju að daginn eftir myndi rýmið - Hannesarholt - loka dyrum sínum.
Melkorka Gunborg Briansdóttir fjallar um Youtube-rásina Style like you, þar sem bandarískar mæðgur með áhuga á tísku og stíl spyrja fjölbreytta viðmælendur sínar spjörunum úr, bókstaflega, en í lok situr viðmælandann varnarlaus og hálfnakinn á nærfötunum einum fata.
Og við veltum fyrir okkur vofum með Veru Knútsdóttur sem varði fyrir helgi doktorsritgerð sína um vofulegar minningar í íslenskri menningu.