Lestarþáttur dagsins í dag verður helgaður kvikmyndinni Volaða land. Við ræðum við leikstjóra og handritshöfund myndarinnar, Hlyn Pálmason.
Myndin er nú í kvikmyndahúsum hér landi næstum ári eftir að hún var frumsýnd á Cannes í maí í fyrra. Myndin sem öll er tekin upp á filmu segir sögu danska prestsins Lúkasar, sem fer í háskaför um hálendið undir lok 19. aldar. Ætlun hans er að reisa kirkju og mynda íbúa og náttúru Íslands. Það er hægt að lesa ýmislegt í myndina um samband nýlenduherra og hjálendu, manns og náttúru, um valdið sem felst í ljósmyndatækninni, því hvernig við horfum og skrásetjum. Við ræðum við Hlyn um allt þetta og meira í þætti dagsins.