H fyrir hagfræði er hlaðvarpsþáttur þar sem fjallað er um efnahagsmál út frá sjónarhóli launafólks. Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, kryfja hugmyndir á sviði hagfræðinnar og draga fram tengslin á milli kenninga og dagslegs lífs. Þau fá til sín góða gesti sem hafa sérþekkingu á sviði efnahagsmála og ræða bæði stórar og smáar hugmyndir, allt á mannamáli!
Áherslur hagfræðingsins Mariönu Mazzucato um meiri virkni og aðkomu hins opinbera á mótun atvinnustefnu og þróun atvinnulífs voru til umræðu í nýju hlaðvarpi VR – H fyrir hagfræði – þar sem Sveinbjörn Finnsson, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, benti á að forsætisráðherra tali á svipuðum nótum. Mazzucato hélt erindi á fundi um mótun atvinnustefnu Íslands nýlega.