Félagsfólk VR vinnur við fjölbreytt störf í þjóðfélaginu en rætur félagsins liggja í verslun. Það er því vel við hæfi að hefja þessa þáttaröð með konum í verslun. Hér ræðir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, við þær Alexandriu Petrinu Arnarsdóttur hjá Ikea, Guðrúnu Maríu Jóhannsdóttur hjá Húsasmiðjunni og Guðnýju S. Bjarnadóttur hjá Vero Moda um starfið í versluninni, vinnuumhverfið og helstu áskoranir í starfinu. Þær ræða einnig kvennabaráttuna, jafnrétti, fordóma ásamt því að tala opinskátt um blæðingar, barnsburð og breytingaskeiðið.