Sjónvarpsþáttaröðin Verbúðin hefur slegið í gegn undanfarnar vikur. Þættirnar fjalla um upphaf og áhrif kvótakerfisins á ónefnt sjávarþorp fyrir vestan. Eftir fyrsta þátt seríunnar steig þingmaður fram og sagði myndina sem dregin væri upp af sjávarþorpinu og verbúðarlífinu einkenndust af landsbyggðarrasisma. En hvað finnst íbúum á vestfjörðum um þættina. Við tókum púlsinn í Bónus á Ísafirði.
Þegar myndir á öðrum tungumálum en ensku þykja vel heppnaðar er gjarnan farið í það að endurgera myndina á ensku í Hollywood. Ítalska kvikmyndin Perfetti sconosciuti sem kom út árið 2016 hefur hins vegar farið allt aðra leið, á aðeins sex árum hefur hún verið endurgerð á tugum tungumála og er nú orðin mest endurgerða mynd kvikmyndasögunnar. Fyrir áramót fóru fram tökur á íslenskri endurgerð myndarinnar og nefnist hún Villibráð. Við tölum við leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur og Tyrfing Tyrfingsson sem skrifar handritið með Elsu.
Gunnar Ragnarsson rýnir í nýja kvikmyndaaðlögun Stevens Spielberg á söngleikjaklassíkinni West Side Story. Vesturbæjarsagan braut blað í söngleikjahefðinni á sínum tíma, en umdeilt er hvernig eldri kvikmyndun söngleiksins hefur enst. Gunnar er hrifinn af myndinni og ekki síst leikurunum.