Á föstudagskvöld fylltist Eldborg af ungmennum í víðum buxum með snjallsímana sína á lofti. Sænski rapparinn Yung Lean faldi sig á miðju sviðinu í ljósadýrð og stórri úlpu og flutti sína helstu slagara. Við tökum púlsinn á gestum og gangandi.
“bro ég ELSKA þennan account svo mikið😤 ég er actually að læra meira um ísland 🫶” Þannig hljómar ein athugasemdin við Tiktok-myndband frá sögunördinum Þorsteini Rafnssyni. Á samfélagsmiðlaaðganginum Þústlar fjallar hann um ýmsa furðulega og fróðlega hluti úr íslenskri sögu: fyrstu ljósmyndina, íslensk nunnuklaustur, uppruna þjóðfánans, og ritdeilur Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness, svo eitthvað sé nefnt. Við fáum Þorstein í heimsókn í Lestina og ræðum samfélagsmiðla og sagnfræði.
Una Schram tónlistarkona heimsækir afa sinn, Kjartan Ólafsson, og ræðir meðal annars við hann um æskuárin þar sem faðir hans glímdi við geðsjúkdóma.