Undanfarnar vikur hafa verið mótmæli nokkuð víða um heim sem hafa steypt nokkrum þjóðarleiðtogum eða allavega hrist upp í og ógnað valdakerfi sinna landa, mótmæli sem eru drifin áfram af ungu fólki og hafa þess vegna verið kölluð Z kynslóðar mótmælin. Ástæðurnar eru ólíkar og staðbundnar en mótmælin eiga ýmislegt sameiginlegt í Nepal, Marokkó, Madagascar, Perú og víðar. Dischord, rapptónlist og japönsk anime-sería koma meðal annars við sögu í yfirferð okkar um mótmæli Z-kynslóðarinnar.
Við spjöllum við tvo meðlimi sviðslistahópsins Marmarabörn (eða Marble Crowd) um dans, Árið án sumars, samsköpun og hvað þeim finnst mest spennandi í leikhúsi.