Umsjónarmaður fjallar um sögu Nýja Sjálands, þessa eyríkis hinum megin á hnettinum. Nýja Sjáland er síðasta byggilega landsvæði heimsins sem numið var af mönnum þegar Pólýnesar sigldu þangað á sínum ótrúlegu skipum og mynduðu menningu Maóría. Fyrstu áratugi eftir landnámið lifðu menn ekki síst á móa-fuglinum sem var hátt í 3 metrar á hæð og vóg 230 kíló. Hann veltir því fyrir sér hversu margir landnámsmenn voru og hvers vegna hópur þeirra flúði burt eftir par hundrað ár og myndaði allt öðruvísi samfélag annars staðar.