Snorri Barón umboðsmaður er með rúmlega 30 Crossfitstjörnur undir sínum verndarvæng, og eins og bangsapabbi sem hugsar um þau með alúð og umhyggju. Hann er þeim innan handar hvenær sem er sólarhringsins, og semur ríkulega við styrktaraðila svo þau geti lifað af sinni íþrótt.
Þessi þáttur er bæði fyrir þá sem vita lítið um Crossfit því Snorri er megahress og segir skemttilega frá en líka fyrir okkur dygga áhugafólkið því nördumst djúpt.
Þess má geta að Heilsuvarpið er tekið upp heima hjá Snorra þegar ég er á Íslandi, en hann er persónulegur hljóðmaður, tæknimaður, klippari og viðmælendahöstlari Heilsuvarpsins og kann ég honum miklar þakkir fyrir alla hans aðstoð.
Þú finnur Snorra á Instagram @snorribaron
Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó.
@nowiceland
@netto.is