Sunna Valgerðardóttir ræðir við Álfheiði Ingadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra VG, Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Pál Matthíasson, geðlækni og fyrrverandi forstjóra Landspítalans. Í þessum fyrsta Vikulokaþætti nýs árs var rætt um hina síendurteknu alvarlegu stöðu heilbrigðiskerfisins og fjármögnun þess, mengun, vetrarfærðina, breytt fylgi flokka í nýjustu könnunum, ferðaþjónustu á völtum fótum og auðvitað Skaupið. Tæknimaður þáttarins er Kári Guðmundsson.