Mugison stofnar hljómsveit, Hjálmar hætta við að hætta og Jónas Sigurðsson dansar þar sem malbikið svífur.
Jakobínarína vekur bjartar vonir í útlöndum, Hljómsveitin Hraun segir ástarasögu úr fjöllunum og Silvía Nótt klórar í bakkann.
Sniglabandið semur lög í samvinnu við hlustendur Rásar 2, Einar Ágúst er sóló og Mínus gengur í gegnum breytingar.
B.Sig gefur út sína fyrstu og einu plötu, Sometime er með tromp á hendi og Jan Mayen býður upp á gleðireið.
Ljótu hálfvitarnir stíga á stokk, Eivör syngur um mannabarn, Stuðmenn fríka út í góðærinu og Magnús Þór syngur um bjartan og sólríkan dag í miðju þunglyndiskasti.
Jón Ólafs er á persónulegum nótum, Ný Dönsk er tvítug, Dr. Spock gefur skít í pakkið en stóra spurningin er hvort krúttin séu dauð.
Árið er 2007
Seinni hluti tuttugasta og fimmta þáttarins í útvarpsþáttaröðinni Árið er .... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fer í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 sunnudaginn 23. nóvember og verður endurfluttur þriðjudagskvöldið 25. nóvember kl. 22.05
Meðal viðmælenda í seinni hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2007 eru: Örn Elías Guðmundsson, Arnar Þór Gíslason, Guðni Finnsson, Svavar Knútur Kristinsson, Bjarki Sigurðsson, Daði Birgisson, Magnús Þór Sigmundsson, Friðþjófur Ísfeld Sigurðsson, Einar Ágúst Víðisson, Ágúst Bogason, Snæbjörn Ragnarsson, Arngrímur Arnarson, Eggert Hilmarsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, Jón Ólafsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jónas Sigurðsson, Óttar Proppé, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Gaukur Úlfarsson, Sölvi Blöndal, Gunnar Ragnarsson, Gunnar Örn Tynes, Örvar Þóreyjarson Smárason, Atli Bollason, Hildur Ársælsdóttir, María Huld Markan, Björn Stefánsson og Þorkell Máni Pétursson.
Árið er 2007
Umsjónarmenn eru Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson en þeim til aðstoðar eru Sigríður Thorlacius og Stefán Jónsson.