Viðmælandi þáttarins er Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri sælgætisgerðarinnar Nóa Siríus. Sælgætisgerðin var stofnað árið 1920 og framleiðir og selur súkkulaði og sælgæti en árið 2021 var fyrirtækið selt til norska matvæla samsteypunnar Orkla.
Sigríður Hrefna er fædd árið 1977 og ólst upp í Breiðholtinu í Reykjavík. Hún gekk í Menntaskólann við Reykjavík og lauk síðan embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Copenhagen Business School í Danmörku. Sigríður hefur gengt ýmsum störfum í atvinnulífinu, m.a. var hún framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka þar sem vann m.a. við að byggja upp stafræna vegerð bankans. Áður var hún framkvæmdastjóri smásölusviðs Olís, forstöðumaður hjá Arion, framkvæmdastjóri hjá Straumi og hjá SPV sparisjóði og þar áður framkvæmdastjóri Atlas Ejendomme.
Sigríður Hrefna hefur setið í stjórn ýmissa fyrirtæki t.d. hjá Reginn, Áltaki, Next, Ígló og Indó, Whistle, Landsbréfum og formaður stjórnar Emessís, SMI ehf, Sjónlags hf., Björg investment fund, Billetlugen, Creatrix og í fjárfestingaráði Arev N1 og Thule vísissjóðs.