Björn Stefánsson eða Bjössi í mínus eins og hann er oft kallaður og hans betri helmingur, Íris Dögg Einarsdóttir, eru viðmælendur þáttarins að þessu sinni og áttum við ótrúlega áhugavert og einlægt spjall um sambandið, lífið, tilveruna & allt þar á milli.
Þeim er báðum margt til lista lagt en Bjössi er leikari, þungarokkari og trommari á meðan Íris er ljósmyndari og hefur getið sér gríðarlega gott orð á þeim vettvangi.
Bjössi og Íris hafa verið saman í 20 ár og eiga saman þrjú börn og sögðu þau mér frá því þegar þau sáust fyrst á Gauki á stöng á því herrans ári 2002. Bjössi hafði þá reyndar enga trú á því að hann ætti séns í hana en hún varð að eigin sögn strax alveg sjúk í hann en tók það heila sex mánuði að finna Bjössa aftur eftir það kvöld eins og það gat stundum verið áður en tæknin tók öll völd.
Þau segja í þættinum frá hinum ýmsu tímabilum úr þeirra lífi; bréfaskriftum í fjarbúð, árin þeirra í Danmörku meðan Íris kláraði námið sitt í ljósmyndun og ákvörðun Bjössa um að skella sér í leiklistanám án þess að segja neinum frá því, sjálfsrannsókn sem þau fóru saman í og fegurðina við það að fara saman til þerapista og rækta sjálfan sig. Við ræddum einnig leikaralífið, að vinna yfir sig og takast á við slíkt í sameiningu og sögðu þau mér góða sögu af því þegar Bjössi hitti pabba Írisar í fyrsta skipti sem leist ekki alveg á blikuna að dóttir hans væri byrjuð með þessum þungarokkara í mínus.
Njótið vel!
Aha.is - https://aha.is
Blush.is - https://blush.is/
Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/
Ajax