Einn ástsælasti tónlistarmaður okkar íslendinga Eyjólfur Kristjánsson, eða Eyfi eins og þjóðin þekkir hann, kom til mín í einlægt og áhugavert spjall ásamt sínum betri helmingi, Söndru Lárusdóttur. Eyfi og Sandra hafa verið saman í 23 ár en þau kynntust á dansleik á því herrans ári 1998. Eyfi segist hafa verið ansi hræddur við skuldbindingar á þeim tíma en segir Söndru hafa náð að heilla sig upp úr skónum í rauðum kjól og hafa þau verið saman í blíðu og stríðu allar götur síðan.
Eyfi á farsælan tónlistarferil að baki og er hvergi nær hættur. Hann hefur samið hvern slagarann á fætur öðrum en má þar til dæmis nefna Draumur um Nínu, Álfheiður Björk, Ég lifi í draumi ásamt óteljandi fleiri lögum sem munu lifa með þjóðinni um ókomna tíð.
Sandra rekur heilræna heilsulind, Heilsu & Útlit, sem er staðsett í Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem hún býður upp á fjölmargar heilsubætandi meðferðir sem slegið hafa rækilega í gegn.
Á stofunni er einnig boðið upp á tannhvíttunarmeðferðir en til gamans má geta að þau hjónin fóru saman erlendis fyrir nokkrum árum og sóttu sér menntun í þeim fræðum og stendur Eyfi vaktina annað slagið í hvíta sloppnum og hvíttar tennur landsmanna á milli tónlistarverkefna.
Þetta var ótrúlega einlægt og skemmtileg spjall þar sem við fórum yfir söguna þeirra, ræddum bransann, hjónabandið með öllum þeim hæðum og lægðum sem því fylgir og sögðu þau mér meðal annars frábæra sögu úr þeirra fyrstu skíðaferð saman þar sem varð uppi fótur og fit á flugvellinum vegna gruns um vopnaburð þeirra hjóna.
Njótið vel!
Þátturinn er í boði:
Blush.is - https://blush.is/
Ajax - https://verslun.ojk.is/#stockitems/src:ajax
Spaðinn - https://spadinn.is/
Instagram:
https://www.instagram.com/betrihelmingurinn_/