Síðsumars 1945 fór Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri um Norður-Evrópu og leitaði uppi Íslendinga sem höfðu verið innikróaðir í álfunni meðan á stríðinu stóð. Bílstjóri hans var Jörgen Petersen sem skrifaði merkilegan greinaflokk í Alþýðublaðið um ferðina. Lúðvíg rann til rifja hvernig komið var fyrir Þjóðverjum í rústum stríðsins og skipulagði ferð blaðamanna til að kynna landsmönnum hvernig komið væri. Umsjónarmaður les úr frásögnum blaðamannanna, Thorolfs Smith af Alþýðublaðinu og Hersteins Pálssonar af Vísi.
Umsjón: Illugi Jökulsson.