Sunna Valgerðardóttir ræðir við Helgu Völu Helgadóttur, þingflokksformann Samfylkingarinnar, Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar í Vikulokunum í dag. Rætt er um stöðu Samfylkingarinnar, formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi sem nú stendur yfir, brottvísanir hælisleitenda héðan til Grikklands og stöðu hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi. Tæknimaður þáttarins er Davíð Berntsen.