Þennan þátt af Helgaspjallinu mætti kalla “Kryddsíld Helga Ómars með Röggu Nagla.
Hér gera Helgi og Ragga árið 2019 upp með að horfa til baka á hvaða erfiðleika þau hafa yfirstigið, hverjir voru sigrarnir á árinu, hvaða lærdóm drógu þau af bæði áskorunum og velgengni.
Helgi talar um missi, sorg, sambandserfiðleika, samskipti við vinnufélaga og margt fleira.
Ragga talar um samskiptavanda í fjölskyldunni, ferðalög, umtal annarra og margt fleira
Einnig talar Helgi um þá sjálfsvinnu sem hann og kærasti hans þurftu að tileinka sér, og hvaða verkfæri þeir hafa notað til að bæta samband sitt.
Hvað sjá Helgi og Ragga fyrir sér á nýju ári og nýjum áratug?
Hvað ber 2020 í skauti sér.
Hvert ætlar Helgi að beina orkunni að á nýju ári, og halda áfram að bæta sjálfan sig sem manneskju.
Hvað ætlar Ragga að taka sér fyrir hendur á nýju ári, og koma verkefnum á koppinn.
Þessi þáttur er frábær hlustun fyrir alla sem vilja breyta sínu innra samtali og viðhorfi, verða betri manneskjur og byrja að horfa með öðrum augum á hindranir og vandamál.