Umsjónarmaður segir ögn frá Kládíusi Rómarkeisara, sem allir muna auðvitað eftir úr eftirminnilegum þáttum BBC frá því laust fyrir 1980, þar sem Derek Jacobi lét keisarann. Við grúsk á netinu uppgötvaði hann að til er íslensk þýðing á ævisögu Kládíusar eftir sagnaritarann Svetóníus sem var BA-verkefni Ingibjargar Elsu Turchi við hugvísindadeild HÍ. Svetóníus er ekki endilega virtasti sagnaritari Rómar en hann þykir ótvírætt einn sá allra skemmtilegasti, og hefur sérlega gaman af safaríkum og æsilegum sögum.