„Aldrei hef ég séð svo eyðilegt land. Sandur, möl og grjót svo langt sem augað eygir, engin hrísla, ekkert blóm, ekki eitt strá, ekkert dýr, ekki einu sinni einförull örn - og samt er fallegt þarna.“
Þannig lýsti Jóhann Sigurjónsson skáld öræfum Íslands eftir ferðalag með þremur félögum. Frásögn hans birtist í jólablaði Morgunblaðsins 1921, tveimur árum eftir lát Jóhanns í ögn styttri útgáfu. Illugi Jökulsson les frásögnina alla. Hún ber ósvikin merki höfundar síns.
Illugi gluggar líka í fáein bréf sem Jóhann skrifaði bróður sínum frá Kaupmannahöfn. Þar segir á einum stað: „Þeir voru hjer landar mínir [...] í haust. Jeg var með þeim einn dag og þeir fylltu mig gremju. Saurugar konur og súrt öl fannst mjer vera þeirra líf og yndi. Þeir sáu ekki fegurð bæjarins frekar en negrar ...“