Í þættinum segir frá kynnum hinna Maórísku frumbyggja af Evrópumönnum um aldamótin 1800. Þá gerðist margt hörmulegt. Höfðingi Hongi Hika fór í heimsókn til kóngsins á Bretlandi og fékk þar í hendur byssur sem ollu hræðilegum blóðsúthellingum og fjöldadrápum. Og svo segir frá hinni mjög friðsömu en dularfullu þjóð sem byggði örlítinn eyjaklasa 700 kílómetra austur af Nýja Sjálandi. Hvaðan kom hún? Af hverju lét hún yfir sig ganga af trúarástæðum að vera hneppt í þrældóm? Mögnuð saga! Örfáir lifðu af hörmungar Móríórí-fólksins á eyjum „Þokusólarinnar“.