Illugi Jökulsson gluggar í sjóferðaminningar Jóns Magnússonar skipstjóra þar sem segir m.a. frá því þegar hann sigldi í ofsaveðri á lekum bát sem var allur sleginn hrævareldum. Einnig lítur þáttastjórnandi í minningar Þórðar Sigurðssonar stýrimanns sem segir frá þátttöku sinni í lúðuveiðum Ameríkana út af Vestfjörðum fyrir aldamótin 1900 og nokkrum skiptum þegar hann var talinn af. Þessar frásagnir hafa hvorugar birst á bók. Báðir voru þeir til frásagnar um sjómannsferilinn, en sú var fjarri því raunin um alla íslenska sjómenn fyrr og síðar.