Sú hvöt sumra að sækjast eftir píslum og refsingum, þ.e. masókismi, er kennd við austurríski rithöfundurinn Leopold von Sacher-Masoch (1836-1895). Laust fyrir 1900 birtust þó nokkrar smásögur eftir hann í íslenskum blöðum, bæði Ísafold Björns Jónssonar og Fjallkonu Valdimars Ásmundssonar.
Illugi Jökulsson les 2-3 af þeim smásögum Sacher-Masochs sem þeir félagar kynntu fyrir lesendum sínum. Þarna eru barónar og villtar meyjar, frýsandi hross og ólgandi blóð, að flestu leyti hefðbundnar sögur frá sínum tíma.