Þáttur vikunnar fer djúpt inn á svið feldhirðu hrossa! 💅✨
Thelma settist með Theodóra Róbertsdottir til þess að ræða allt sem býr að baki því að eiga heilbrigðan, glansandi hest sama hvernig hann er á litinn 🤫!
Theodóra á að baki langan feril í heimi hundaþjálfunar og sýninga og heimfærði sín bestu trix á feldhirðu Albínu, hvíts keppnishross sem Thelma keppti á. Í kjölfarið sukku þær sér í fræði góðrar feldhirðu og búa vel að því í dag.
Saman fara þær yfir allt það sem huga þarf að þegar byggður ef upp heilbrigður feldur og hvað ber að varast og muna.
Fylgist með á Instagram þar sem hægt verður að kasta á okkur spurningum sem við fáum Theodóru til þess að svara í öðrum þætti! Þar er ekkert heilagt, látið það gossa! 🗣