Frjálsar hendur

Undir fönn

04.14.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Fyrir nokkrum mánuðum var í Frjálsum höndum fjallað um hinn svonefnda Jósef Axfirðing sem bjó um tíma í Ameríku en endaði austur á fjörðum, nánar tiltekið í Norðfirði. Þar hafði hann ráðskonu til áratuga sem Ragnhildur Jónsdóttir hét og fyrir 60 árum skrifaði Jónas Árnason rithöfundur bók með samtölum við hana, þar sem hún segir ekki síst frá sambúð sinni við dýr og náttúru. Bókin nefnist Undir fönn og þar fjallar Ragnhildur af samúð og næmni um jafnt mýs og rottur sem hunda og sauðfé. Á myndinni má sjá þau Ragnhildi og Jónas.

More episodes from Frjálsar hendur