Gengið hefur á ýmsu fyrstu 100 daga ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins en engan bilbug var að finna á formönnunum þegar blásið var til fundar. Fjármálaráðherra kynnti í morgun 5 ára fjármálaáætlun og þar boðuð aukin útgjöld til öryggis- og varnarmála og framkvæmda í vegamálum tekjur á meðal annars að sækja með veiðigjaldi, kílómetragjaldi og gjaldtöku af ferðamönnum.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stjórninga þegar hafa gert margt og þannig verði haldið áfram.
Sjónvarpsþættirnir Adolesence hafa vakið mikið umtal síðustu daga - Skúli Bragi Geirdal,sérfræðingur í miðlalæsi segir að þótt margt gott hafi gerst séu líka ýmsar blikur á lofti.